Til að geta reiknað virði sjálfur og skilið ágætlega hvað er á bakvið það þá þarf að skoða.
Markaðsvirði (e.Market cap)
Núverandi markaðsvirði (e.Current market price)
Framboð í hringrás (e.Circulating supply)
Það að geta reiknað sjálfur felur í sér ekki beint gríðarlegan tilgang þar sem að síður sem selja eða fylgja rafmyntum sína virði þeirra á hverri sek eða mín. formúlan verður gefin hér fyrir neðan og hvað er á bakvið hvert hugtak.
Markaðsvirði = núverandi markaðsverð x framboð í hringrás
(e.Market cap = current market price x circulating supply)
Markaðsvirði vísar til heildarvirði á rafmyntinni (hlutfallslega stærð rafmyntarinnar) og má nota það sem ágætan leiðarvísi um eftirfarandi rafmynt þar sem að því hærra markaðsvirði því hærra virði er á rafmyntinni og einnig má lesa úr því að því lægra sem markaðsvirði er, gæti verið mögulegur vöxtur. Ef rafmynta er mjög ódýr að kaupa en gríðarlega hátt markaðsvirði má ekki endilega búast við að virði hennar hækki. Þarf að hafa í huga hvað markaðsvirði er hátt þegar þú ert að leita af mögulegum gróða þar sem að verðmiði(það sem þú ert að borga fyrir hana) á myntinni segir ekki alltaf hvort í raun sé ódýrt eða dýrt. Núverandi markaðsvirði og framboð í hringrás stjórna algjörlega hvað markaðsvirði er.
Dæmi.
Ef að núverandi markaðsvirði á rafmynt er 1.000$ og framboð í hringrás er 10.000 þá er markaðsvirði
Svar: 1.000 x 10.000 = 10.000.000
Framboð í hringrás er hversu margar rafmyntir eru í hringrás. Ekki eru allar rafmyntir á markaði þar sem sumar þarf að hanna, búa til, framleiða eða einfaldlega setja markað.
Dæmi
Rafmynta hefur 300 rafmyntir í hringrás af 1000. Þannig að það eru 700 rafmyntir sem hafa ekki en farið á markað eða í umferð.
Ef ekki er gefið upp hversu mikið af rafmyntum eru í hringrás getur þú tékkað á það með eftirfarandi formúlu
Framboð í hringrás = markaðsvirði / núverandi markaðsverð
(e.Circulation supply = market cap / current market price)
Dæmi
Gamlar tölur frá Bitcoin, markaðsvirði var 812.484.066 og núverandi markaðsverð var 42.801 og við ætlum að finna framboð í hringrás.
Svar: 812.484.066 / 42.801 = 18.982,82
Núverandi markaðsverð er í raun kaup verð á einni rafmynt. Ef við notum tölurnar á dæminu fyrir ofan þá kostaði 1 Bitcoin 42.801 þannig að til þess að eignast eina Bitcoin þyrftir þú að borga þetta verð.
Núverandi markaðsverð = markaðsvirði / framboð í hringrás
(e.Current price = Market cap / circulation supply)
Dæmi
Rafmynta kostar 100$ og þú ætlar að kaupa 3 í einni greiðslu, hvað þarft þú að borga fyrir það?
Svar: 3 x 100 = 300$