Hugmyndafræði rafmynt er frekar einföld og í stuttu máli þá eru hún eins konar tegund af gjaldmiðli eins og dollari, evra, pund sem dæmi séu tekin en hvað er gjaldmiðill?
Gjaldmiðill er peningur sem er notaður í ákveðnu landi eða löndum og er stjórnaður af þjóð, ríki eða stjórn sem á þennan ákveðna gjaldmiðil. Gjaldmiðill eru því mis sterkur (hærri kaupmáttur) eftir hvað hann er nothæfur og hvað er á bak við hann. Það sem þarf einnig að hafa á bak við eyrað er að hvað er á bakvið hvern gjaldmiðil. Er eitthvað á bakvið hverja krónu sem þú átt eða er hún bara búin til upp úr engu eða er eitthvað á bakvið hana sem er virði eitthvað sem er svo fært yfir í krónuna þína. Ég hvet þig að skoða hvað er á bak við suma gjaldmiðla til að skilja betur hvað þeir eru. Ekki verður farið í það í þessu námskeiði.
En hvernig tengist þetta rafmyntum?
Rafmyntir falla undir að vera gjaldeyri/gjaldmiðill en er ekki bundið við neitt land, stað eða stjórn. Hægt er að líta á Bitcoin sem alþjóða gjaldeyri/gjaldmiðil þar sem hún hefur engar rætur til að binda sig við og er því hægt að nota hana um allan heim þar með sagt ef annar aðili er tilbúin að taka á móti henni sem greiðslu eða skipti.
Rafmyntir má ímynda sér að þær séu eins og lausafé, seðlar, klink eða gull. Þar sem rafmyntir gangast ekki undir af hafa þriðja aðila eru eftirfarandi líkingar ekki svo frá því að nota yfir hvernig þær virka í skiptum eða greiðslum. Til að millifær pening inn á banka þarf að millifærslan að fara í gegnum bankann og þar með skráð niður að færsla á sér stað og svo yfir hinn reikninginn sem millifærslan átti að fara á.
Myndin hérna sýnir frekar vel hvernig banka millifærslur fara fram á mjög einfaldan hátt. Þetta ferli gerist nánast samtundis þegar maður er búin að ýta á millifæra í bankanum en þetta lítur samt svona út þar sem bankinn skrá setur þetta hafi átt sér stað.
Hér má sjá hvernig rafmynta millifærsla gæti litið út þar sem að ekki eru rafmyntir tengdar við bankakerfi og má líkja því við að rétta seðla. Rafmynta skipti eða greiðslur milli tveggja aðila er því einungis á milli þeirra og banki eða þriðji aðili er skorin út.