Rafmyntir eins og hvað annað sem er á opnum markaði hækkar í virði og kemur það fram með grænni prósentu og lækkar í virði sem er merkt með rauðri prósentu.
Markaðurinn fer í gegnum þrjú stig og eru tvenn af þeim sem skipta gríðarlega miklu máli hvað varðar um markaðsgreiningu og skilning á fréttum og það eru annað og þriðja stig. Fyrsta stigið er þegar markaður er stöðugur (e.stable), annað stig er þegar er björn markaður (e.bear market) og þriðji stig er nauta markaður (e.bull market).
Björn markaður er lýst sem lækkun á rafmyntum í tilteknum geira eða almenn lækkun á víðtækum markaðsvísitölum á fjármálamörkuðum. Þróunin er skilgreind af útbreiddri svartsýni fjárfesta um líkur á lækkun markaðsverðs.
Það sem þetta er að segja þér er að rafmynta markaður og oft á tíðum almennur markaður er að fara niður á við og oft getur það verið vegna verðbólgu, stórfyrirtæki eða neikvæðar heimsfréttir sem geta ollið þessu.
Nauta markaður er skilgreindur sem langvarandi tímabil þar sem umtalsverður hluti eignaverðs hækkar. Nokkrir mánuðir eða jafnvel ár geta liðið á nautamarkaði.
Í stuttu máli þá er markaðurinn í miklum hækkunum og því grænn frekar en rauður.
Þegar markaður er stöðugur þá er hvorki hækkun né lækkun yfir langan tíma þannig að ef þú myndir horfa í línurit yfir langan tíma væri eins og það væri eins og það væri bein lína. Oft geta verið miklar getspár um hvert markaður fari þegar þetta tímabil er í gangi þar sem fjárfestar eru óvissir um hvort að allt fari upp eða niður.